Innlent

Eldur á Akranesi í gærkvöldi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær.

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna elds í ruslageymslu við Skólabraut á Akranesi. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Skessuhorni.

Engin slys urðu á fólki og komust íbúar hússins allir vandræðalaust út. Slökkvistarf gekk greiðlega en skemmdir urðu á á klæðningu húsa að Skólabraut 21 og 23. Þá mátti ekki miklu muni að eldurinn næði að læsa sig inn í einangrun. Eins sprungu rúður í öðru húsanna.

Reykræsta þurfti íbúðir í húsinu við Skólabraut 21 og fengu íbúar hússins athvarf hjá Rauða krossi Íslands, sem hefur aðstöðu í húsinu að Skólabraut 23a. Lögregla fer með rannsókn eldsupptaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×