„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 10:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið Íslendingum gríðarlega mikilvægt að eiga Íslenska erfðagreiningu að í allri þessari baráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan.
Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira