Mikil óvissa meðal nemenda sem stefna á nám í útlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 21:00 Breki Einarsson er í námi í arkitektúr við Academy of Arts University í San Fransisco en hann er þar á fótboltastyrk. Óvíst er hvort hann fái að fara aftur til Bandaríkjanna í haust. Stöð 2 Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00