Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:21 Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52