„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 14:24 Ragnar Freyr Ingólfsson er yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Samsett Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45