Segir ekkert samráð hafa átt sér stað við ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 18:14 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“ Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri. Í tilkynningu frá bæjarstjórn kemur fram að ekkert samráð hafi átt sér stað við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitastjórnir á svæðinu. Tilkynnt var um lokun fangelsisins á mánudaginn og segir þar að með lokun fangelsisins verði hægt að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála. Þá segir að kostnaður við hvert fangapláss á Litla-Hrauni og Hólmsheiði sé mun lægri en á Akureyri vegna samlegðaráhrifa við önnur fangelsi. Dómsmálaráðuneytið telur ávinninginn af lokun fangelsisins margþættan: boðunarlisti og fyrningar refsinga geti lækkað auk þess sem nýting á afpánunarrýmum verði betri. Um átta til tíu fangar eru vistaðir að jafnan í fangelsinu Á Akureyri sem er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri en að sögn Fangelsismálastofnunar verður þeim boðið starf í fangelsum ríkisins. Bæjarstjórn Akureyrar telur alvarlegt að leggja eigi niður fimm störf í bænum en jafnan muni lögreglumenn á vakt nú þurfa að sinna fangavörslu þegar ákvörðunin tekur gildi. Frá og með næstu mánaðamótum þurfi því tveir til fimm lögreglumenn á vakt að sinna fangavörslu. „Þessi ákvörðun mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Þá kemur jafnan fram að fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafi hingað til einnig sinnt föngum sem gista í fangageymslum lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum. „Bæjarstjórn Akureyrar telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja fimm störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og þar með sett löggæslu á stóru svæði landsins í algjört uppnám.“
Fangelsismál Akureyri Tengdar fréttir Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19