Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 11:42 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira