Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 11:42 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira