Opið bréf til dómsmálaráðherra Logi Einarsson skrifar 9. júlí 2020 12:00 Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Fangelsismál Tengdar fréttir Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. Í fyrsta lagi hefur fangelsið þótt gott og starfsfólkið rómað fyrir vinnu sína; hér er því um að ræða mikilvægt betrunarúrræði. Í öðru lagi er þetta skerðing á réttindum fanga sem þurfa nú frekar að afplána fjarri fjölskyldum sínum, þeim og ástvinum þeirra til tjóns. Í þriðja lagi á ég erfitt að sjá að ákvörðunin samrýmist stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Í fjórða lagi er ég fullviss um að þetta veikir löggæslu á svæðinu, ef ekki kemur aukið fé til hennar. Í ljósi þessa velti ég því fyrir mér hvort horft hefur verið nógu heildstætt á rekstarleg áhrif ríkissjóðs af þessari breytingu. Slíka skerðingu á mikilvægum samfélagslegum innviðum svæðisins munu íbúar þess ekki sætta sig við. Hér að neðan er örlítið dæmi um hvað þessi breyting mun hafa í för með sér strax um næstu mánaðarmót. Samkvæmt mínum upplýsingum eru, fyrir utan þá 10 fanga sem afplána í fangelsinu á Akureyri, að meðaltali hátt í 300 vistanir á ári, t.d. vegna handtöku við rannsóknir mála eða fólk sem þarf að sofa úr sér. Sumir í mjög slæmu ástandi. Í þessari tölu eru ekki gæsluvarðhaldsfangar. Samlegðaráhrifin eru augljós. Hingað til hefur það verið þannig að tveir fangaverðir á dagvakt hafa sinnt fangavörslu, og þá líka fyrir lögregluna, en næturvakt hefur verið sinnt af einum fangaverði sem hefur stuðning eins lögreglumanns. Ef fangelsinu verður lokað munu tveir af fimm lögregluþjónum á vakt á Akureyri hverju sinni verða fastir við fangavörslu u.þ.b. 300 daga á ári. Og aðeins þrír lögreglumenn sinna öllu eftirliti og útkallslöggæslu á þessu svæði en lögreglan á Akureyri sinnir líka Grenivík, Svalbarðseyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og sveitunum og þjóðveginum þar í kring. Þá verður starfsstöðin á Akureyri orðin vanmáttug til að styðja við aðrar starfsstöðvar í embættinu. Loks mun þurfa að flytja gæsluvarðhaldsfanga til Reykjavíkur, ef fangelsinu verður lokað, stundum nokkra í einu í sama máli. Tveir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum þeirra og þá versnar staðan enn, auk þess sem það flækir, tefur og eykur kostnað við rannsókn mála að hafa gæsluvarðhaldsfangana í Reykjavík. Í því samhengi má minna á að það þótti brýnt að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi á höfuðborgarsvæðinu því vistun gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni hefði svo mikinn kostnað og óhagræði í för með sér. Ég ítreka, þetta ástand mun skapast strax um næstu mánaðamót ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð. Þá er gagnrýnivert að svona ákvörðun, sem setur löggæslu á jafn stóru svæði og Norðurlandi eystra í uppnám, sé tekin án nokkurs samráðs við embættið á Akureyri, án almennrar umfjöllunar og kynnt með svo litlum fyrirvara. Þess má geta að samstarf lögreglunnar og Fangelsismálatofnunar um rekstur fangelsisins á Akureyri hefur varað í meira en 40 ár. Uppsagnirnar komu fangavörðum algerlega í opna skjöldu og þeir kannast ekki við að hafa verið boðinn flutningur í sambærileg störf á Suðvesturhorninu, eins og þó hefur verið fullyrt í fréttum. Þó það sé líklega óþarft minna minna þig á það jákvæða samfélagslega hlutverk sem góð og stöðug löggæsla gegnir og mikilvægi góðra betrunarúrræða í siðuðu samfélagi, geri ég það til vonar og vara. Að lokum hvet ég þig til að horfa á heildaráhrif þessarar ákvörðunar og falla frá henni. Einhenda þér frekar í uppbyggilegri verkefni eins og að semja við lögreglumenn sem hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði. Ég óska þér góðs gengis í störfum þínum, með fullri vinsemd, Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar.
Logi harmar lokun fangelsis á Akureyri Formaður Samfylkingarinnar segir lokunina hörmuleg tíðindi. Hann vill fara í þveröfuga átt og hefja markvissa uppbyggingu fyrir norðan. 6. júlí 2020 20:19
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun