Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2020 22:00 Tiger Woods með Jack Nicklaus eftir sigurinn á Memorial mótinu 2012. getty/Scott Halleran Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira