Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2020 21:49 Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta-hótels, við gamla bæjarstæði Orustustaða í jaðri Brunahrauns, eystri álmu Skaftáreldahrauns, sem rann árið 1783. Fjær sjást Lómagnúpur, Skeiðarárjökull og Öræfajökull. Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira