Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2020 21:49 Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta-hótels, við gamla bæjarstæði Orustustaða í jaðri Brunahrauns, eystri álmu Skaftáreldahrauns, sem rann árið 1783. Fjær sjást Lómagnúpur, Skeiðarárjökull og Öræfajökull. Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira