Veður

Hiti víða 8 til 15 stig

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðrið á hádegi í dag verður einhvern veginn svona.
Veðrið á hádegi í dag verður einhvern veginn svona. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Hiti mun ná allt að 20 stigum suðaustanlands í dag og verður bjartviðri á Suðurlandi. Hins vegar verður skýjað norðaustantil og við vesturströndina með lítilsháttar vætu. Annars verður vestlæg átt 3-8 metrar á sekúndu en 8-13 austanlands til hádegis og með suðurströndinni seinnipartinn.

Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 15 stig að deginum, en allt að 20 stigum suðaustanlands, eins og fyrr segir.

Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg suðlæg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Hægur vindur og áfram víða dálítil væta. Kólnar norðantil.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðaustanátt með blautu og svölu veðri um landið norðaustanvert. Mildara og úrkomuminna suðvestantil.

Á fimmtudag: Dregur líklega úr norðaustanáttinni og styttir upp nyrðra. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×