Dúxinn ánægður með að réttlætið hafi sigrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 16:09 Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík. Samsett „Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“ Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
„Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“
Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14
Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10
Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12