„Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júlí 2020 19:18 Bjarni Benediktsson ber blómsveig að minnisvarða um þáverandi forsætisráðherra og nafna, eiginkonu hans og barnabarn. Vísir/Berghildur „Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Slíkur atburður er meiri en svo að orðum verði yfir komið.“ Voru orð Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta Ísland í ávarpi í Ríkisútvarpinu þann 10. júlí árið 1970 og lýstu þeirri þjóðarsorg sem missirinn var. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið 9. júlí árið 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt ásamt dóttursyni sínum. Hollenskir ferðamenn urðu eldsins varir um klukkan hálf tvö að nóttu þann 10. júlí 1970. „Gengu þeir umhverfis húsið en í því lyftist húsið eins og að um sprengingu hefði verið að ræða og mikið eldhaf gaus upp.“ Sagði Jóhannes Arason fréttamaður í kvöldfréttum á Rúv sama dag þegar sagt var frá brunanum. Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og nafni þáverandi forsætisráðherra bar blómsveig að minnisvarða um atburðinn og flutti ávarp ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hér er alltaf þessi angurværð sem hvílir yfir þessum stað og minnir okkur á þá sem voru kallaðir héðan of snemma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Þingvöllum í dag. Átti að vera skírður þennan dag „Bjarni Benediktsson var úr mínum nánasta frændgarði og þetta var örlagadagur fyrir mig því foreldrar mínir höfðu þennan dag ákveðið að skíra mig Ingimund en þurftu að slá öllu á frest og síðan hef ég borið þetta nafn og var skírður því nokkrum vikum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem var sex mánaða þegar frændi hans lést. Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins var 32 ára þegar eldsvoðinn varð. Þetta er einhver ógvænlegasti atburður sem ég hef lifað og maður fann það hvarvetna þar sem maður kom fólk var almennt slegið og sorgmætt, “ segir Halldór Blöndal. „Með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella“ „Þetta skyndilega og sviplega brotthvarf Bjarna Benediktssonar úr heimi stjórnmálanna setti sinn svip á þróun mála þar á landsvísu og innan hans stjórnmálaflokks. Í stað þess að festa vissa framtíðarsýn í sessi tók við tímabil upplausnar og átaka innan Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein varð forsætisráðherra og gegndi því embætti með þeirri samvisku sem honum var í blóð borin en ég ljóstra þó ekki upp neinu leyndarmáli þó ég segi að hugur hans stóð ekki til þess. Hér stöndum við nú hálfri öld síðar og minnumst þeirra sem fóru alltof snemma og horfum björtum augum framávið þrátt fyrir allar okkar áskoranir og þær áskoranir sem halda áfram að mæta okkur og finnum að með samkennd og samúð farnast okkur ætíð betur en ella,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Þennan sama dag árið 2009 brann Hótel Valhöll til kaldra kola.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02 Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bruninn á Þingvöllum reiðarslag fyrir þjóðina Hálf öld frá hinum skelfilega bruna á Þingvöllum þegar eldur braust út í ráðherrabústaðnum þar. 10. júlí 2020 15:02
Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum. 10. júlí 2020 14:30