Leiðir til að lifa af leiðinlegt föstudagssíðdegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:00 Ertu að bíða eftir því að komast í helgarfrí? Vísir/Getty Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí. Góðu ráðin Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí.
Góðu ráðin Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira