Þrír ættliðir frægrar fjölskyldu smitaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 20:30 Abhishek Bachchan og Aishwarya Rai Bachchan ásamt dótturinni Aaradhya. Þau greindust öll með kórónuveiruna nú um helgina. Vísir/getty Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira