Fær ekki að æfa með Skallagrími á meðan málið er á borði aganefndar KSÍ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. júlí 2020 17:09 Knattspyrnudeild Skallagríms hefur meinað Atla Steinari Ingasyni, sem beitti leikmann Berserkja kynþáttaníði í leik liðanna í 4. deild á föstudaginn, að æfa með liðinu á meðan málið er á borði aganefndar KSÍ. Þetta kom fram í yfirlýsingu Skallagríms nú síðdegis en þar segir að Atli fái ekki að æfa með liðinu á meðan málið er til umræðu innan veggja KSÍ. Það gæti tekið fleiri en einn agafund að dæma í málum sem þessum, samkvæmt heimildum Vísis. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar Gunnari Jökli Johns, leikmanni Berserkja, að „drullast heim til Namibíu.“ Þá kallaði hann Gunnar einnig apakött. Yfirlýsingu Skallagríms í heild sinni má sjá hér að neðan. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms lítur ummæli Atla Steinars Ingasonar leikmanns meistaraflokks félagsins, sem féllu í leik á móti Berserkjum, mjög alvarlegum augum. Á fundi leikmanna félagsins í gær kom skýrt fram að þeir, sem og þjálfarar og stjórn Skallagríms líða ekki þessa hegðun. Því mun Atli hvorki leika né æfa með félaginu á meðan agabrot hans er til umfjöllunar hjá aganefnd KSÍ. Knattspyrnudeild Skallagríms lítur svo á, að málið sé í formlegu ferli hjá aganefnd KSÍ sem ber að virða. Frekari ákvörðun um viðbrögð Knattspyrnudeildar Skallagríms verður tekin í kjölfar niðurstöðu aganefndar. Íslenski boltinn Skallagrímur Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Knattspyrnudeild Skallagríms hefur meinað Atla Steinari Ingasyni, sem beitti leikmann Berserkja kynþáttaníði í leik liðanna í 4. deild á föstudaginn, að æfa með liðinu á meðan málið er á borði aganefndar KSÍ. Þetta kom fram í yfirlýsingu Skallagríms nú síðdegis en þar segir að Atli fái ekki að æfa með liðinu á meðan málið er til umræðu innan veggja KSÍ. Það gæti tekið fleiri en einn agafund að dæma í málum sem þessum, samkvæmt heimildum Vísis. Samkvæmt frétt Fótbolta.net sagði Atli Steinar Gunnari Jökli Johns, leikmanni Berserkja, að „drullast heim til Namibíu.“ Þá kallaði hann Gunnar einnig apakött. Yfirlýsingu Skallagríms í heild sinni má sjá hér að neðan. Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms lítur ummæli Atla Steinars Ingasonar leikmanns meistaraflokks félagsins, sem féllu í leik á móti Berserkjum, mjög alvarlegum augum. Á fundi leikmanna félagsins í gær kom skýrt fram að þeir, sem og þjálfarar og stjórn Skallagríms líða ekki þessa hegðun. Því mun Atli hvorki leika né æfa með félaginu á meðan agabrot hans er til umfjöllunar hjá aganefnd KSÍ. Knattspyrnudeild Skallagríms lítur svo á, að málið sé í formlegu ferli hjá aganefnd KSÍ sem ber að virða. Frekari ákvörðun um viðbrögð Knattspyrnudeildar Skallagríms verður tekin í kjölfar niðurstöðu aganefndar.
Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms lítur ummæli Atla Steinars Ingasonar leikmanns meistaraflokks félagsins, sem féllu í leik á móti Berserkjum, mjög alvarlegum augum. Á fundi leikmanna félagsins í gær kom skýrt fram að þeir, sem og þjálfarar og stjórn Skallagríms líða ekki þessa hegðun. Því mun Atli hvorki leika né æfa með félaginu á meðan agabrot hans er til umfjöllunar hjá aganefnd KSÍ. Knattspyrnudeild Skallagríms lítur svo á, að málið sé í formlegu ferli hjá aganefnd KSÍ sem ber að virða. Frekari ákvörðun um viðbrögð Knattspyrnudeildar Skallagríms verður tekin í kjölfar niðurstöðu aganefndar.
Íslenski boltinn Skallagrímur Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10 Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35 Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms í 4. deildinni í fótbolta hefur beðist afsökunar á þeim rasísku ummælum sem hann lét falla í leik Skallagríms og Berserkja á dögunum. 12. júlí 2020 23:10
Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja. 11. júlí 2020 12:35
Gunnar kallaður apaköttur og sagt að „drullast heim til Namibíu“ Gunnar Jökull Johns, leikmaður Berserkja í 4. deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í deildarleik gegn Skallagrími, ef marka má frétt fótbolta.net. 11. júlí 2020 09:40