Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2020 19:00 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samherja segir fyrirtækið aldrei hafa greitt namibíska stjórnarflokknum Swapo fjármuni. Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. Hage Geingob forseti Namibíu boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann sór af sér ásakanir þess efnis að flokkur hans hefði þegið styrki frá fyrirtækjum sem tengjast Samherjamálinu svokallaða. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar í Namibíu eru grunaðir um fjársvik og mútuþægni. Samherji hefur verið sakaður um að greiða mútur til að komast yfir kvóta í Afríkulandinu. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og tengdasonur hans vilja losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Dómstólar hafa tekið beiðni þeirra fyrir. Við réttarhöldin fullyrti namibískur rannsakandi að rannsókn málsins hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu Swapo. Forseti Namibíu sagði þetta ekki rétt. Flokkurinn hefði aldrei fengið beinan styrk frá fyrirtækjum tengdum Samherja. Namibíska dagblaðið The Nambian fullyrðir hins vegar í dag að flokkurinn hafi sannarlega fengið beina styrki frá dótturfélagi Samherja árið 2017. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að Samherji hafi aldrei greitt Swapo-flokknum fjármuni, hvorki beint né í gegnum milliliði. „Samherji hefur aldrei greitt Swapo-flokknum neina fjármuni, hvorki beint né í gegnum millilið. Þessi frétt The Namibian er því röng,“ segir í svari Björgólfs. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41 Segja tilkynninguna ekki tengjast þætti Kveiks Kaupsamningur vegna hlutabréfa Samherja, sem eigendur félagsins framseldu til barna sinna, var undirritaður í ágúst í fyrra. 18. júní 2020 20:26 Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. 18. júní 2020 12:12 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri Samherja segir fyrirtækið aldrei hafa greitt namibíska stjórnarflokknum Swapo fjármuni. Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. Hage Geingob forseti Namibíu boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann sór af sér ásakanir þess efnis að flokkur hans hefði þegið styrki frá fyrirtækjum sem tengjast Samherjamálinu svokallaða. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar í Namibíu eru grunaðir um fjársvik og mútuþægni. Samherji hefur verið sakaður um að greiða mútur til að komast yfir kvóta í Afríkulandinu. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og tengdasonur hans vilja losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Dómstólar hafa tekið beiðni þeirra fyrir. Við réttarhöldin fullyrti namibískur rannsakandi að rannsókn málsins hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu Swapo. Forseti Namibíu sagði þetta ekki rétt. Flokkurinn hefði aldrei fengið beinan styrk frá fyrirtækjum tengdum Samherja. Namibíska dagblaðið The Nambian fullyrðir hins vegar í dag að flokkurinn hafi sannarlega fengið beina styrki frá dótturfélagi Samherja árið 2017. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að Samherji hafi aldrei greitt Swapo-flokknum fjármuni, hvorki beint né í gegnum milliliði. „Samherji hefur aldrei greitt Swapo-flokknum neina fjármuni, hvorki beint né í gegnum millilið. Þessi frétt The Namibian er því röng,“ segir í svari Björgólfs.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41 Segja tilkynninguna ekki tengjast þætti Kveiks Kaupsamningur vegna hlutabréfa Samherja, sem eigendur félagsins framseldu til barna sinna, var undirritaður í ágúst í fyrra. 18. júní 2020 20:26 Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. 18. júní 2020 12:12 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hissa á að teljast eigandi landareignar sem sögð er keypt fyrir fé frá Samherja Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sem er einn þeirra sem nefndur var í Samherjaskjölunum sagðist hafa verið steinhissa þegar hann komst að því að landareign á Otjiwarongo svæðinu í Namibíu væri í hans eigu. Rannsakandi segir að Samherji hafi fjármagnað kaupin. 10. júlí 2020 11:41
Segja tilkynninguna ekki tengjast þætti Kveiks Kaupsamningur vegna hlutabréfa Samherja, sem eigendur félagsins framseldu til barna sinna, var undirritaður í ágúst í fyrra. 18. júní 2020 20:26
Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. 18. júní 2020 12:12