Hittu loksins fjölskyldur sínar eftir fjögurra mánaða fjarveru í miðjum heimsfaraldri Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2020 22:01 Fjöldi fjölskyldna biðu við höfnina þegar Dettifoss sigldi að höfn. Stöð 2 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“ Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar áhöfn Dettifoss fékk loksins að hitta fjölskyldur sínar við Sundahöfn í dag. Þetta nýja flutningaskip kom til landsins í dag, en áhöfnin hafði verið fjarri fjölskyldum sínum í fjóra mánuði við að sækja skipið. Dettifoss er nýtt flutningaskip Eimskips sem hefur verið í smíðum í Kína í tæp þrjú ár. Skipið er 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Skipið kostaði 32 milljónir dollara, eða því sem nemur 4,5 milljarða króna á núvirði. Áhöfnin hélt ytra fyrir fjórum mánuðum í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins.Stöð 2 „Það var krefjandi að koma áhöfninni til Kína á sínum tíma. Þar þurfti hún að fara í fjórtán daga einangrun áður en hún gat farið að vinna að móttöku skipsins. Síðan hefur heimsiglingin verið tæpir sjötíu dagar. Þannig að þetta er orðið langt úthald hjá áhöfninni og virkilega gott að fá skipið heim,“ segir Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Íslenska Eimskipafélagsins. Og eftirvæntingin skein úr augum fjölskyldna sem biðu á bryggjunni. Þar á meðal Rakel Theodórsdóttur sem beið eftir manni sínum Guðjóni Geir Einarssyni, yfirstýrimanni, ásamt sonum þeirra. Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum og eiginkona eins áhafnarmeðlims á Dettifossi.Stöð 2 „Eigum við ekki að segja að þetta sé búið að vera nokkuð krefjandi. Ætli það hafi ekki verið þannig hjá öllum fjölskyldunum,“ segir Rakel Theodórsdóttir, sem starfar sem markaðs- og gæðastjóri hjá Friðheimum. Hvernig var að horfa á eftir honum í þetta langa ferðalag, vitandi að ástandið í heiminum var eins og það var vegna kórónuveirunnar? „Hugsunin var bara að drífa þetta af stað. Rumpum þessu af og klára þetta. Við gerum þetta allt á jákvæðninni,“ segir Rakel en sex vikna frí blasir við fjölskyldunni sem ætlar að nýta það til hins ítrasta. Fjölskyldur bíða eftirvæntingarfullar á hafnarbakkanum eftir fjögurra mánaða aðskilnað.Stöð 2 Dettifoss kemur inn í samstarf Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line. Forstjóri Eimskips segir mikil tækifæri skapast með því. „Bæði fyrir íslenska markaðinn, framleiðslufyrirtæki hér og stórar heildsölur, að flytja í ríkari mæli með þessari vikulegu þjónustu inn á grænlenska markaðinn, vörur frá Íslandi, hvort sem þær eiga uppruna sinn á Íslandi eða hafa áður komið inn til Íslands. Að sama skapi opnar það möguleika fyrir grænlenska markaðinn að koma sínum vörum á markaði í gegnum alþjóðlega kerfið okkar frekar heldur en í gegnum danska markaðinn eins og hefur verið fyrir þá í áratugi.“
Skipaflutningar Reykjavík Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28