Fótbolti

Ísak áfram taplaus í Allsvenskan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann byrjar frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni. mynd/norrköping ifk twitter

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrsta mark leiksins skoraði Sören Rieks á 36. mínútu eftir undirbúning frá Dananum Anders Christianse. Jöfunarmark Norrköping kom á 88. mínútu en það gerði Pontus Almqvist. Lokatölur 1-1.

Ísak Bergmann spilaði fyrstu 80 mínúturnar hjá Norrköping sem er enn taplaust í deildinni í ár en liðið er á toppnum með 17 stig; fimm sigra og tvö jafntefli. Ísak hefur því ekki tapað leik í sænsku úrvalsdeildinni frá því að hann fékk fyrst tækifærið.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem er í 8. sætinu með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×