Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í fyrradag kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Þrír voru handteknir vegna málsins og færðir til skýrslutöku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Um var að ræða tæplega sjötíu plöntur á ýmsum vaxtarstigum. Ræktuninni hafði verið komið fyrir á efri hæð hússins. Einnig var lagt hald á allmikinn búnað sem notaður var við ræktunina.