Lamb drepið, úrbeinað og etið í Dritvík á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 12:07 Sá sem tók þessa mynd og birti í Facebookhópi sauðfjárbænda telur engan vafa á leika að sá sem úrbeinaði þetta lamb kunni vel til verka. Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar. Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar.
Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira