„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Telma Tómasson skrifar 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri ÖSE. Vísir/getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi. Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi.
Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira