Matvöruverslun sem virkar eins og strætó Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júlí 2020 10:00 Matvöruverslun Grocery Neighbour sem virkar eins og strætó og ætlar sér í samkeppni við stóru matvöruverslanirnar. Í verslunum sjást víða merkingar þar sem fólk er beðið um að halda tveggja metra fjarlægðarmörkunum og þetta á við um verslanir hér heima sem erlendis. Nú ætlar kanadíska nýsköpunarfyrirtækið Grocery Neighbour sér stóra hluti á matvörumarkaðinum þar sem hugmyndin byggir meðal annars á því að fólk muni til framtíðar vilja halda fjarlægð við ókunnuga til dæmis þegar það verslar. Grocery Neighbour er því matvöruverslun á hjólum sem keyrir um hverfið líkt og ísbíllinn góði. Matvöruverslun á hjólum er reyndar ekki ný á nálinni og í frétt BBC Worklife segir til dæmis að slíkar verslanir séu starfræktar í Oklahoma og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þær verslanir eru hins vegar með vöruúrval sem að mestu byggir á framleiðslu úr landbúnaði og sveitum. Grocery Neighbour ætlar sér hins vegar í samkeppni við stóru matvöruverslanirnar og er vöruúrvalið í samræmi við það. Ferskmeti ýmiss konar, allt frá kjöt og fisk er á boðstólnum auk ýmissa annarra vara sem hefðbundnar eru til heimilis- og matarframfærslu. Viðskiptavinir geta fengið tilkynningu um það í sérstöku appi hvenær rútan er í hverfinu þeirra eða næst er von á henni en að öllu jöfnu gengur rútan eins og strætó þar sem hver rúta fer sína eigin leið. Nú þegar hefur fyrirtækið hafið rekstur á þremur verslunarrútum en markmiðið er að þær verði orðnar eitt þúsund talsins innan tveggja ára. Forsvarsmenn eru bjartsýnir á þessi áform enda segja þeir að í upphafi hafi þeir sjálfir talið að verslunarrútan myndi fyrst og fremst henta markhópum eins og eldri borgurum. Reynslan hafi hins vegar strax sýnt að markhópurinn er mun fjölbreyttari þar sem allir aldurshópar eru að nýta sér rúturnar. Nýsköpun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Í verslunum sjást víða merkingar þar sem fólk er beðið um að halda tveggja metra fjarlægðarmörkunum og þetta á við um verslanir hér heima sem erlendis. Nú ætlar kanadíska nýsköpunarfyrirtækið Grocery Neighbour sér stóra hluti á matvörumarkaðinum þar sem hugmyndin byggir meðal annars á því að fólk muni til framtíðar vilja halda fjarlægð við ókunnuga til dæmis þegar það verslar. Grocery Neighbour er því matvöruverslun á hjólum sem keyrir um hverfið líkt og ísbíllinn góði. Matvöruverslun á hjólum er reyndar ekki ný á nálinni og í frétt BBC Worklife segir til dæmis að slíkar verslanir séu starfræktar í Oklahoma og Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þær verslanir eru hins vegar með vöruúrval sem að mestu byggir á framleiðslu úr landbúnaði og sveitum. Grocery Neighbour ætlar sér hins vegar í samkeppni við stóru matvöruverslanirnar og er vöruúrvalið í samræmi við það. Ferskmeti ýmiss konar, allt frá kjöt og fisk er á boðstólnum auk ýmissa annarra vara sem hefðbundnar eru til heimilis- og matarframfærslu. Viðskiptavinir geta fengið tilkynningu um það í sérstöku appi hvenær rútan er í hverfinu þeirra eða næst er von á henni en að öllu jöfnu gengur rútan eins og strætó þar sem hver rúta fer sína eigin leið. Nú þegar hefur fyrirtækið hafið rekstur á þremur verslunarrútum en markmiðið er að þær verði orðnar eitt þúsund talsins innan tveggja ára. Forsvarsmenn eru bjartsýnir á þessi áform enda segja þeir að í upphafi hafi þeir sjálfir talið að verslunarrútan myndi fyrst og fremst henta markhópum eins og eldri borgurum. Reynslan hafi hins vegar strax sýnt að markhópurinn er mun fjölbreyttari þar sem allir aldurshópar eru að nýta sér rúturnar.
Nýsköpun Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira