Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 11:37 Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins. Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu. Vinnustöðvunin hófst á miðnætti á þriðjudag og lýkur á miðnætti í kvöld. Í morgun tilkynnti Herjólfur ohf. að Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, muni sigla fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Fyrsta ferðin féll þó niður. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir það hafa verið vegna þess að tíma tók að koma gamla Herjólfi í gang. Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði í morgun til að sýna kjarabaráttunni samstöðu en annar vélstjóri hjá fyrirtækinu var fenginn í staðinn. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands.visir/vilhelm „Þetta er náttúrulega alveg furðulegt útspil í deilunni. Þetta er ekki til þess að leysa vandann, ef þeir telja það eru þeir á miklum villigötum. Við munum leita allra leiða til að stöðva þetta. Það vekur mikla furðu að það skuli vera opinbert félag sem brýtur á grunnréttindum launafólks,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Farið verður með málið fyrir félagsdóm reynist þessi grunur um verkfallsbrot réttur. Munuð þið reyna að stöðva ferðir gamla Herjólfs? „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það. Þetta er skyndiákvörðun hjá þeim og kom okkur algjörlega að óvörum. Þeir hafa bara ekkert viljað ræða við okkur,“ segir Bergur. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir fyrirtækið með þessu halda þjóðbrautinni á milli lands og eyja opinni. „Við gerum það með því að manna skipið með öðrum mönnum en eru í Sjómannafélagi Íslands,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Níu þarf til að manna áhöfn gamla Herjólfs. Fyrirtækið leitaði til starfsmanna sem eru í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmanneyjum sem hafa verið í sumarstarfi og afleysingum hjá fyrirtækinu. „Við álítum þetta ekki verkfallsbrot og ef að Sjómannafélag Íslands telur það vera það þá er hægt að skjóta því undir Félagsdóm. Við gerum enga athugasemd við það,“ segir Guðbjartur. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Vísir/Magnús Hlynur Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur hefur verið boðaður. Sjómannafélagið gerir kröfu um að áhöfnum Herjólfs verði fjölgað úr þremur í fjórar og að starfshlutfallið verði minnkað um 25 prósent en kjörin áfram óskert. Guðbjartur segir kröfur sjómannafélagsins óaðgengilegar og ekkert tilefni til funda ef sjómannafélagið er ekki tilbúið til viðræðna á öðrum forsendum. Hann vildi ekki svara því hvort fyrirtækið sæi fyrir sér að manna nýja Herjólf til frambúðar með starfsmönnum sem ekki eru í sjómannafélaginu. „Verkefnið er tvíþætt, það er annars vegar að ná utan um þessa deilu sem er á milli þessara aðila og hins vegar að tryggja það að samgöngurof verði ekki á milli Vestmannaeyja og lands,“ segir Guðbjartur. „Við erum tilbúin til að ræða okkar kröfur við þá fram og til baka og reyna að ná sáttum, ná lendingu í þessu máli en það er bara enginn vilji af þeirra hálfu,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins.
Tengdar fréttir „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24
Ætla ekki að ganga í störf háseta á Herjólfi Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum þeirra síðarnefndu stendur. 8. júlí 2020 11:27