200. mark Kane hélt Evrópudraumum Tottenham á lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júlí 2020 18:50 Kane, Son og Winks fagna. vísir/getty Tottenham skaust upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Newcastle á útivelli. Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 27. mínútu með laglegu skoti fyrir utan teig en Matt Ritchie jafnaði metin á 56. mínútu. Það kom fáum á óvart að Harry Kane skoraði annað markið eftir klukkutímaleik en eftir góða fyrirgjöf Steven Bergwijn, stangaði Kane boltann í netið. Kane innsiglaði svo sigurinn á 90. mínútu er hann skallaði frákast eftir skot Erik Lamela í netið. Lokatölur 3-1. Tottenham er í 7. sætinu með 55 stig, þremur stigum á eftir Wolves sem er í 6. sætinu, en Newcastle er í 13. sætinu með 43 stig. 5 for Leyton Orient9 for Millwall2 for Leicester City1 8 4 for TottenhamHarry Kane reaches 200 club goals pic.twitter.com/bA5u7VLIjz— Football on BT Sport (@btsportfootball) July 15, 2020 Enski boltinn
Tottenham skaust upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Newcastle á útivelli. Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 27. mínútu með laglegu skoti fyrir utan teig en Matt Ritchie jafnaði metin á 56. mínútu. Það kom fáum á óvart að Harry Kane skoraði annað markið eftir klukkutímaleik en eftir góða fyrirgjöf Steven Bergwijn, stangaði Kane boltann í netið. Kane innsiglaði svo sigurinn á 90. mínútu er hann skallaði frákast eftir skot Erik Lamela í netið. Lokatölur 3-1. Tottenham er í 7. sætinu með 55 stig, þremur stigum á eftir Wolves sem er í 6. sætinu, en Newcastle er í 13. sætinu með 43 stig. 5 for Leyton Orient9 for Millwall2 for Leicester City1 8 4 for TottenhamHarry Kane reaches 200 club goals pic.twitter.com/bA5u7VLIjz— Football on BT Sport (@btsportfootball) July 15, 2020
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti