Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 19:00 Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í lok síðasta mánaðar. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi sem voru félagsmenn Eflingar. Einn er enn á gjörgæslu og einn á spítala. Félagið hefur tekið virkan þátt í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum. Fólkið á rétt á dánarbótum, bótum úr sjúkrasjóði og sjúkradagpeningum. „Þetta er í ferli og er í vinnslu. Við erum í sambandi við þetta fólk. Til dæmis fjölskylda parsins sem lést eru komin til landsins og þau eiga rétt á dánarbótum. Svo er einn maður, okkar félagsmaður, sem er haldið sofandi á gjörgæslu og fjölskylda hans á rétt á að sækja fyrir hann sjúkdradagpeninga,“ segir Magdalena Kwiatkowska, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu. Stjórnir sjóðanna séu búnar að fara yfir málin. Dánarbætur nemi um 380 þúsund krónum. „Við erum í sambandi við Útfarastofu og þetta er nóg fyrir flutning og flugmiða. Ef dánarbætur eru of litlar er hægt að sækja um meira hjá okkur,“ segir Magdalena. Efling hefur einnig verið að aðstoða aðra sem bjuggu í húsinu. „Það eru allir komnir með heimili og við erum í sambandi við þá um hvað það er fleira sem við getum gert fyrir þau. Það mega allir leita til okkar og sækja réttindi sín,“ segir Magdalena. Það reynist mörgum erfitt að fara í gegn um umsóknarferlið. „Það eru allir ennþá í sjokki og það er erfitt að spjalla við þau. Við erum ekki bara að reyna hjálpa félagsmönnum heldur öllum sem voru í þessu húsi,“ segir Magdalena. Talið er að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant. Efling hefur einnig aðstoðað fólkið við að fá lögfræðiaðstoð til að geta sótt skaðabætur. „Það er í ferli og við erum að reyna hjálpa eins hratt og við getum,“ segir Magdalena.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. 14. júlí 2020 19:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. 9. júlí 2020 15:47