Vélsmiður í Bolungarvík kallaði Ramsay aumingja Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Finnbogi og Arndís Hjartardóttir hafa verið hjón í yfir fimmtíu ár og búa saman í Bolungarvík. MYND/ARNDÍS HJARTARDÓTTIR OG GETTY „Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína. Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína.
Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira