„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 15:39 Ragnar Þór Ingólfsson var harðorður um stjórn IcelandairGroup í samtali við Vísi. Vísir/Vilhelm VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. Icelandair tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og að öllum flugfreyjum félagsins verði sagt upp. Ráðgert sé að flugfélagið hefji því næst viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Af átta stjórnarmönnum LV skipar VR helming og er atkvæðisréttur jafn og hafa þeir því neitunarvald í sjóðnum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir í samtali við Vísi að ekki geti talist eðlilegt að stjórnendur Icelandair Group hagi sér með þessum hætti. Þetta útspil hafi þó ekki komið á óvart. „Miðað við hvernig stjórnendur hafa komið fram kemur þessi framkoma því miður ekki á óvart. Mér heyrist það á kollegum mínum í verkalýðsfélaginu að það verði allt kapp lagt á að stjórnarmenn beiti sér með þessum hætti allavega á meðan að stjórnendateymið er óbreytt og framkoma þeirra er með þessum hætti,“ sagði Ragnar. https://www.vr.is/frettir/yfirlysing-fra-stjorn-vr-vegna-malefna-icelandair/ Líkt og fjallað hefur verið um undanfarið rær Icelandair lífróður og sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu félagsins að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við FFÍ. Tíminn sé á þrotum og því sé leitað annarra leiða. Eftir langar og strangar viðræður var náðist samkomulag milli FFÍ og Icelandair 25. júní sem í ljós kom að mistök hafi verið gerð við undirritun samningsins af hálfu FFÍ. Samningurinn var að lokum kolfelldur af flugfreyjum með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Óhæfir stjórnendur innaborðs sem hafa siglt Icelandair í kaf Ragnar segir að sökin í dag sé alfarið á stjórn og stjórnendum Icelandair. „Að sjálfsögðu, þeir hafa ekki tekið eina rétta ákvörðun í stóru málunum undanfarin ár og jafnvel áratug. Breytingar á leiðakerfinu, Boeingmálið, spillingin í kringum Lindarvatnsframkvæmdirnar á Landssímareitnum, kaupin á flugfélaginu á Grænhöfðaeyjum og með samkeppninni við lágfargjaldaflugfélögin,“ sagði Ragnar og var harðorður gegn stjórn félagsins. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út.“ Formaðurinn segir þá að með þessu útspili séu stjórnendur félagsins að sigla því sjálfir í kaf. „Það vill ekki nokkur maður snerta félagið með priki með þessa stjórnendur innanborðs.“ Ragnar segir að það sé ekki útilokað að einhver viðbrögð eða frekari aðgerðir verði af hálfu VR vegna málsins. „Það kemur allt til greina, við getum ekki samþykkt það að hér eigi stjórnendur sem hafa þessa sýn á fyrirtækjarekstur að komast upp með að draga strikið sem við vinnum eftir svo langt niður að það verði á pari við það sem verst gerist í löndunum í kringum okkur. Við getum ekki samþykkt slíkt fyrirtæki.“ „Við erum að reyna að berjast fyrir réttlátari og betra samfélagi á meðan fólk sem hefur þennan þankagang er að rífa það niður,“ sagði Ragnar sem áréttaði að stefnt sé að því að lífeyrissjóðirnir muni ekki veita frekara fé í félagið. „Það verða þá einhverjir aðrir að leggja slíkum félögum lið með fjármagni. Við neytendur getum svo tekið ákvörðun sjálfir um hvað við viljum gera,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira