Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:42 Mikið hefur mætt á björgunarsveitunum á Vestfjörðum í dag vegna vatnsveðursins. Vísir/Hafþór Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“ Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. Björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum á Vestfjörðum, flest hafa þau verið á Suðureyri og í Bolungarvík. Bátar hafa losnað frá byggju, flætt hefur inn á vegi og inn í kjallara. Þá hafa aurskriður hafa fallið og nokkuð verið um grjóthrun. Þegar fréttastofa náði tali af Val Sæþóri Valgeirssyni, formanni björgunarsveitar á Suðureyri, var hann staddur í verkefni við höfnina á Flateyri. „Hér er bara allt á kafi og það er úrhellisrigning ennþá á svæðinu,“ sagði Valur sem bætti við að verkefnin í dag hafi verið mýmörg og enn væri mikið um útköll. Vísir/Hafþór „Fyrsta verkefnið okkar var í morgun að bjarga lömbum og rollum sem voru innlyksa. Þær komust hvorki lönd né strönd. Síðan þurftum við að dæla upp úr kjöllurum og aðstoða fólk við það.“ Veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við sagði að vatnsveður sem þetta væri alls ekki algengt á Vestfjörðum. Vísir/Hafþór „Þetta er ekki algengt, bara alls ekki. Mér skilst að sólarhringsúrkoma hér fyrir vestan hafi verið að slaga í á annað hundrað millimetra, sem er ansi mikið.“ Valur biðlar til íbúa að fylgjast með viðvörunum og veðurspám og að fara að öllu með gát. „Mjög gott er að menn fylgist með hlíðum og öðru og hreinsi frá niðurföllum, ef menn hafa einhver tök á því, þannig að tjón verði ekki meira en orðið er.“
Veður Tengdar fréttir Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Lentu í sjálfheldu vegna vatnavaxta Lögreglan á Vestfjörðum fylgdist vel með fólki á svæðinu í gær. 17. júlí 2020 07:35
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13