Innlent

Beðið eftir mótefnamælingu átta smita sem greindust á landamærunum

Andri Eysteinsson skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Átta smit greindust á landamærum Íslands við kórónuveiruskimun í gær og er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar þeirra allra.

1386 sýni voru tekin á landamærunum og hafa nú alls verið tekin 44.566 sýni frá 15. júní.

Ekkert smit greindist innanlands og eru 89 manns í sóttkví. Heildarfjöldi smita frá því að faraldurinn hófst er 1.930.

Sex smit greindust á landamærunum í gær og reyndust allir þeirra smituðu hafa mótefni í blóði sínu og teljast smitin því ekki til virkra smita, þau eru fimm talsins.

Alls hafa 109 smit greinst erlendis frá með landamæraskimun frá 15. júní. Mótefni var að finna í miklum meirihluta þeirra eða 85 en virk smit hafa verið 15 talsins. Þá eru ekki meðtalin þau átta smit sem greindust í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×