Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 19:15 Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira