Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 18:16 Um er að ræða Lettland annars vegar og Eistland hins vegar. Getty/NurPhoto Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira