Fótbolti

Fyrrum mark­vörður Man. United skoraði í sænsku úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anders Lindegaard í leik með Helsingborgs.
Anders Lindegaard í leik með Helsingborgs. vísir/getty

Markvörðurinn Anders Lindegaard gerði sér lítið fyrir og skoraði í sænska boltanum í gær er Helsingborgs gerði 2-2 jafntefli við Falkenbergs á útivelli.

Lindegaard var á mála hjá Manchester United frá 2010 til 2015 en eftir það hefur hann m.a. verið hjá WBA og Burnley en hefur verið hjá Helsingborgs í rúmt ár.

Falkenbergs lenti 2-0 undir og var tveimur mörkum undir er níu mínútur voru eftir. Anthony Van den Hurk minnkaði muninn á 81. mínútu og á 90. mínútu jafnaði markvörðurinn metin eftir hornspyrnu.

Helsingsborgs er með sjö stig eftir fyrstu níu leikina og hafa einungis unnið einn leik. Þeir eru í 14. sætinu en jöfnunarmarkið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×