Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan hálf sjö verður talað við flugfreyjur, sem eru sárar út í Icelandair en segjast samt munu greiða atkvæði með samningunum sem skrifað var undir á laugardag.

Við tölum líka við fólk í Grindavík, þar sem harðir skjálftar hafa dunið yfir frá því skömmu fyrir miðnætti í gær og fram undir hádegi í dag. Jarðskjálftafræðingur segir okkur að skjálftarnir séu ekki merki um kvikuhreyfingar þó að ekki sé hægt að útiloka að umbrotahrinan endi með eldgosi.

Við skoðum líka hvort yfirlýsingar formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur um helgina gangi gegn lögum um lífeyrissjóði og segjum fréttir af bóluefni sem vísindamenn við Oxford-háskóla eru að þróa. Það virðist vera bæði öruggt og veita tímabundið ónæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×