Smit með mótefnum ekki lengur talin með í heildarfjölda smita Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 10:20 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Frá og með gærdeginum hafa verið gerðar breytingar á framsetningu gagna frá Sóttvarnalækni á vefnum covid.is. Ekki eru lengur talin með í heildarfjölda smita þau tilvik landamæraskimunar þar sem mótefni hafa mælst gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á covid.is Frá því að skimun hófst á landamærum Íslands hafa upplýsingar um þann fjölda sýna í landamæraskimun sem gefa til kynna að kórónuveiran sé til staðar verið gefnar upp á vefnum. Þeir sem greinst hafa með veiruna hafa verið sendir í mótefnapróf og teljast þeir sem greinast með mótefni í blóði ekki vera lengur veikir af Covid-19 sýkingunni og því ekki smitandi. Átján af þeim 110 einstaklingum sem hafa greinst á landamærunum hafi verið með virk smit en öll jákvæðu sýnin hafa verið skráð sem ný tilvik Covid-19 á Íslandi. Þessu hefur nú verið breytt og eru þeir sem greinast með mótefni nú ekki taldir hafa verið veikir af sjúkdómnum á Íslandi og teljast því ekki til heildarfjölda smitaðra. Þá hefur einnig verið tekið á því að birta tölfræði um fjölda virkra smita síðastliðna fjórtán daga á hverja hundrað þúsund íbúa undir liðnum nýgengni. Slík tölfræði er gefin út af Alþjóðaheilbrigðistofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu og nýta ýmis ríki sér þá tölfræði til þess að ákvarða hvaða ferðalangar þurfa að fara í sóttkví við komuna til þess lands. Til að mynda þurfa Íslendingar sem leggja leið sína til Lettlands eða Eistlands að fara í fjórtán daga sóttkví. Ríkin miða þá ákvörðun sína við það að samkvæmt opinberri tölfræði séu nýgengni smita yfir 16 undanfarnar vikur. Með breytingunum sem gerðar hafa verið verður nýgengni hér á landi einungis 2,54.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira