Boðar breyttar áherslur gegn faraldri sem gæti varað í ár Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2020 15:36 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, talaði um að Ísland og heimurinn þyrfti að læra að lifa með kórónuveirufaraldrinum um fyrirsjáanlega framtíð. Vísir/Vilhelm Breyta þarf viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum úr neyðarstjórnun í daglegt verkefni í ljósi þess að heimsbyggðin þarf að lifa með honum næstu mánuðina eða jafnvel árin, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ekki stendur þó til að slaka á viðbúnaði vegna faraldursins hér á landi. Þórólfur lýsti því að Ísland stæði nú á krossgötum í faraldrinum, sérstaklega í ljósi þess aldrei hafi greinst fleiri ný smit í heiminum á einum degi en þessa dagana, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fleiri en 200.000 greinist smitaðir á dag og um 4.000 manns láti lífið á heimsvísu. „Það er ljóst að þessi faraldur er ekki á undanhaldi í heiminum nema síður sé og engan veginn hægt að segja til um hvenær honum muni ljúka í heiminum,“ sagði Þórólfur. Við þurfum því að lifa með veirunni og faraldrinum næstu mánuði og ár og leggja þurfi upp langtímaáætlanir um hvernig eigi að lifa með honum erlendis og lágmarka áhættuna á að faraldrar blossi upp innanlands, að mati sóttvarnalæknisins. Ísland sé í góðri stöðu þar sem tekist hafi að bæla faraldurinn niður með smitrakningu, sóttkví og einangrun í vetur og jafnframt hafi tekist með skimun á landamærum að koma í veg fyrir að faraldurinn næði sér á strik innanlands. „Það má segja að fram til þessa hefur stjórnunin á þessum faraldri verið í ætt við krísustjórnun en ég held að við þurfum að breyta aðeins um áherslur núna og líta á stjórnun og aðgerðir gegn þessum faraldri sem daglega vinnu og færa þetta yfir í rútínuvinnu,“ sagði Þórólfur sem ætlar að leggja til við stjórnvöld að þau tileinki sér þá nýju hugsun um faraldurinn. Of seint að bregðast við þegar veiran nær útbreiðslu Þessi nýja vegferð feli í sér sér aðgerðir til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar á sama tíma og aðstæður væru skapaðar til þess að koma efnahagslífi landsins í lag aftur. Í því þyrftu margir að koma að borðinu með stjórnvöldum þó að Þórólfur segðist sjálfur telja að sóttvarnasjónarmið ættu að ráða mestu. Þórólfur sagðir sjá fyrir sér að að skimun á landamærunum héldi áfram lengur en í þá sex mánuði en hann nefndi í minnisblaði til ráðherra á sínum tíma. Það ætti að gerast á eins hagkvæman hátt og kostur sé. Á sama tíma þurfi yfirvöld að vera tilbúin með smitrakningarteymi til að grípa hart inn í ef smit koma upp. Hann vilji alls ekki að veiran nái að smygla sér til landsins og dreifa sér þar sem vitað sé að einstaklingar með lítil eða engin einkenni geti borið hana áfram. Þá gæti veiran dreift sér um samfélagið, náð sér skyndilega á strik og stungið sér niður í viðkvæmum hópum. „Þá væri mjög seint og erfitt að eiga við það ástand. Ég held að það hafi sýnt sig í þessum löndum sem hafa farið hvað verst út úr þessari veiru að það er akkúrat það sem hefur gerst. Menn hafa ekki gripið snemma inn í og það er bara of seint að grípa til harðra aðgerða þegar hún er orðin mjög útbreidd og farin að leggjast á fjölda fólks og valda mjög miklum skaða og erfiðleikum, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þórólfur. Næsti fasi faraldursins væri að læra að lifa með honum eins og menn geri með ýmsa aðra smitsjúkdóma í heiminum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Annar blær á verkefnið Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að ekki stæði þó til að draga úr viðbúnaði vegna faraldursins, aðeins að stjórn verkefnisins að hafa hemil á faraldrinum fengi á sig annan blæ en verið hefur. Benti hann á atriði eins og að lítil sjálfvirkni væri í úrvinnslu gagna sem yfirvöld birta um faraldurinn á Covid.is. Meta þurfi hvaða upplýsingar þurfi að taka saman daglega, hverjar vikulega. Þá þurfi að tryggja að dags daglegar aðgerðirnar gegn faraldrinum verði reknar eins og hvert annað verkefni en ekki neyðaraðgerð. Með því fáist fyrirsjáanleiki í rekstrinum, fjárhagslegur og annars konar. Viðbragðaáætlanir verði áfram „vel yddaðar“ til að grípa inn í ef smit koma upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Breyta þarf viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum úr neyðarstjórnun í daglegt verkefni í ljósi þess að heimsbyggðin þarf að lifa með honum næstu mánuðina eða jafnvel árin, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ekki stendur þó til að slaka á viðbúnaði vegna faraldursins hér á landi. Þórólfur lýsti því að Ísland stæði nú á krossgötum í faraldrinum, sérstaklega í ljósi þess aldrei hafi greinst fleiri ný smit í heiminum á einum degi en þessa dagana, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fleiri en 200.000 greinist smitaðir á dag og um 4.000 manns láti lífið á heimsvísu. „Það er ljóst að þessi faraldur er ekki á undanhaldi í heiminum nema síður sé og engan veginn hægt að segja til um hvenær honum muni ljúka í heiminum,“ sagði Þórólfur. Við þurfum því að lifa með veirunni og faraldrinum næstu mánuði og ár og leggja þurfi upp langtímaáætlanir um hvernig eigi að lifa með honum erlendis og lágmarka áhættuna á að faraldrar blossi upp innanlands, að mati sóttvarnalæknisins. Ísland sé í góðri stöðu þar sem tekist hafi að bæla faraldurinn niður með smitrakningu, sóttkví og einangrun í vetur og jafnframt hafi tekist með skimun á landamærum að koma í veg fyrir að faraldurinn næði sér á strik innanlands. „Það má segja að fram til þessa hefur stjórnunin á þessum faraldri verið í ætt við krísustjórnun en ég held að við þurfum að breyta aðeins um áherslur núna og líta á stjórnun og aðgerðir gegn þessum faraldri sem daglega vinnu og færa þetta yfir í rútínuvinnu,“ sagði Þórólfur sem ætlar að leggja til við stjórnvöld að þau tileinki sér þá nýju hugsun um faraldurinn. Of seint að bregðast við þegar veiran nær útbreiðslu Þessi nýja vegferð feli í sér sér aðgerðir til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar á sama tíma og aðstæður væru skapaðar til þess að koma efnahagslífi landsins í lag aftur. Í því þyrftu margir að koma að borðinu með stjórnvöldum þó að Þórólfur segðist sjálfur telja að sóttvarnasjónarmið ættu að ráða mestu. Þórólfur sagðir sjá fyrir sér að að skimun á landamærunum héldi áfram lengur en í þá sex mánuði en hann nefndi í minnisblaði til ráðherra á sínum tíma. Það ætti að gerast á eins hagkvæman hátt og kostur sé. Á sama tíma þurfi yfirvöld að vera tilbúin með smitrakningarteymi til að grípa hart inn í ef smit koma upp. Hann vilji alls ekki að veiran nái að smygla sér til landsins og dreifa sér þar sem vitað sé að einstaklingar með lítil eða engin einkenni geti borið hana áfram. Þá gæti veiran dreift sér um samfélagið, náð sér skyndilega á strik og stungið sér niður í viðkvæmum hópum. „Þá væri mjög seint og erfitt að eiga við það ástand. Ég held að það hafi sýnt sig í þessum löndum sem hafa farið hvað verst út úr þessari veiru að það er akkúrat það sem hefur gerst. Menn hafa ekki gripið snemma inn í og það er bara of seint að grípa til harðra aðgerða þegar hún er orðin mjög útbreidd og farin að leggjast á fjölda fólks og valda mjög miklum skaða og erfiðleikum, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þórólfur. Næsti fasi faraldursins væri að læra að lifa með honum eins og menn geri með ýmsa aðra smitsjúkdóma í heiminum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Annar blær á verkefnið Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að ekki stæði þó til að draga úr viðbúnaði vegna faraldursins, aðeins að stjórn verkefnisins að hafa hemil á faraldrinum fengi á sig annan blæ en verið hefur. Benti hann á atriði eins og að lítil sjálfvirkni væri í úrvinnslu gagna sem yfirvöld birta um faraldurinn á Covid.is. Meta þurfi hvaða upplýsingar þurfi að taka saman daglega, hverjar vikulega. Þá þurfi að tryggja að dags daglegar aðgerðirnar gegn faraldrinum verði reknar eins og hvert annað verkefni en ekki neyðaraðgerð. Með því fáist fyrirsjáanleiki í rekstrinum, fjárhagslegur og annars konar. Viðbragðaáætlanir verði áfram „vel yddaðar“ til að grípa inn í ef smit koma upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira