Sóttvarnastofnun Evrópu uppfærir íslensku tölurnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2020 08:56 Við lettnesk landamæri. Vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira