Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir miklar væringar innan lögregluembættisins á Suðurnesjum þar sem fjórir af sjö æðstu undirmönnum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra eru sagðir vinna að því að grafa undan honum í embætti með það fyrir augum að koma honum frá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur stefnir að því að komast í embættið. Hún hafi ráðið eiginmann sinn til óskilgreindra starfa og upplýsingum sé vísvitandi haldið frá lögreglustjóra.

Þá greinum við frá viðbrögðum Landsvirkjunar við kvörtun álversins í Straumsvík til Samkeppniseftirlitsins en fyrirtækið segir Landsvirkjun misnota yfirburðastöðu sína og hótar að loka starfsemi sinni verði ekki breyting á.

Þá sýnum við frá fyrirvaralausum tónleikum Mugison í Skálavík. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×