Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 21:00 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá Landsbankanum. Stöð 2 Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira