Lækka hraða á sex götum og setja upp „snjallgangbrautir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 16:41 Við Reykjavíkurtjörn, ráðhús Reykjavíkur í baksýn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum. Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir. Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum: Snjallgangbrautir Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum: •Neshagi v. Furumel •Rofabær v. Árbæjarskóla •Seljaskógar v. Seljabraut •Fjallkonuvegur v. Logafold Gangbrautir og bættar gönguþveranir •Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun •Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun •Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun •Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir •Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó •Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing •Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir •Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut •Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir •Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun •Sogavegur, gangbrautarlýsing •Smárarimi, gangbraut og upphækkun •Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó •Lambhagavegur, bætt gönguþverun Hraðalækkun: •Engjateigur •Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs •Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar •Laugarásvegur •Lokinhamrar •Haukdælabraut, Reynisvatnsás Annað •Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða, •Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð, •Eyra við innkeyrslu Laugar, •Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur, •Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt
Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum