Fékk gult spjald fyrir að fagna góðri tæklingu samherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 13:28 Sigurður fagnar Ívari eftir góðan varnarleik vinstri bakvarðarins. vísir/stöð 2 sport Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15