„Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 11:34 Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm - Aðsend Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það á við námsmenn sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna 6 mánuði. „Í fyrri heimildum hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið en núna vegna sérstakra aðstæðna, eins og stendur í úthlutunarreglunum, þá verður heimilt að fimmfalda það. Ég skil það þannig að það einskorðist við þetta ár því úthlutunarreglur eru bara til eins árs,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. „Þetta er ekki til frambúðar, sem við hefðum viljað sjá. En þetta er samt mjög gott, gott skref í rétta átt því það gæti náttúrulega verið að fleiri verði í vinnu samhliða námi,“ segir Isabel. Heimildin tekur til þeirra sem hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði en frítekjumarkið er nú 1.364.000 krónur fyrir árið. Áður hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir fólk sem ekki hefur verið í námi síðastliðna sex mánuði upp í 4.092.000 krónur, en nú eru það 6.820.000 krónur sem fólk má þéna. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend „Þetta er mjög gott og skref í rétta átt en við hefðum bara viljað að þetta væri til frambúðar. Við vitum samt sem áður að úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári þannig að við bara bindum vonir við að þetta haldist,“ segir Isabel. Óþarfa hindrun sem stúdentar vilja losna við Hún segir eina stærstu breytinguna sem stúdentar vilji sjá sé hækkun grunnframfærslu, en í dag er hún 112.312 krónur á mánuði fyrir námsmann í leiguhúsnæði. „Við hefðum viljað sjá grunnframfærsluna hækka og það hefði kannski verið ráð að gera það núna út af ástandinu.“ „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst,“ segir Isabel. Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs tekur undir þetta. Hún segir leiðinlegt að grunnframfærslan hafi ekki verið hækkuð. „Við erum búin að tala mjög mikið um þessa grunnframfærslu og töluðum sérstaklega um það að það væri ekkert í lögunum sem krefði stjórnina um að leggja til að þetta verði endurskoðað. Við sjáum strax að það er ekki búið að endurskoða þetta,“ segir Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi SHÍ, en ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi í vor. „Hvað varðar þetta frítekjumark, við viljum að það sé varanlegt en ekki einungis til bráðabirgða. Þessi veira verður kannski til staðar áfram en þessar reglur eru bara til eins árs, kannski mun þetta gilda áfram en okkur finnst frekar leiðinlegt að einstaklingur sem hefur kannski hætt í námi á miðri önn út af veirunni en er búinn að vera í námi síðustu sex mánuði og þénaði þá meira en frítekjumarkið að hann fái ekki þessa heimild því hann var í námi,“ segir Sara. „Okkur þætti best að það væri ekki þessi hindrun að þurfa að hafa verið ekki í námi síðastliðna sex mánuði.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Heimilað hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það á við námsmenn sem koma af atvinnumarkaði og hafa ekki verið í námi síðastliðna 6 mánuði. „Í fyrri heimildum hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið en núna vegna sérstakra aðstæðna, eins og stendur í úthlutunarreglunum, þá verður heimilt að fimmfalda það. Ég skil það þannig að það einskorðist við þetta ár því úthlutunarreglur eru bara til eins árs,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. „Þetta er ekki til frambúðar, sem við hefðum viljað sjá. En þetta er samt mjög gott, gott skref í rétta átt því það gæti náttúrulega verið að fleiri verði í vinnu samhliða námi,“ segir Isabel. Heimildin tekur til þeirra sem hafa ekki verið í námi síðastliðna sex mánuði en frítekjumarkið er nú 1.364.000 krónur fyrir árið. Áður hefur verið heimilt að þrefalda frítekjumarkið fyrir fólk sem ekki hefur verið í námi síðastliðna sex mánuði upp í 4.092.000 krónur, en nú eru það 6.820.000 krónur sem fólk má þéna. Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend „Þetta er mjög gott og skref í rétta átt en við hefðum bara viljað að þetta væri til frambúðar. Við vitum samt sem áður að úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar á hverju ári þannig að við bara bindum vonir við að þetta haldist,“ segir Isabel. Óþarfa hindrun sem stúdentar vilja losna við Hún segir eina stærstu breytinguna sem stúdentar vilji sjá sé hækkun grunnframfærslu, en í dag er hún 112.312 krónur á mánuði fyrir námsmann í leiguhúsnæði. „Við hefðum viljað sjá grunnframfærsluna hækka og það hefði kannski verið ráð að gera það núna út af ástandinu.“ „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst,“ segir Isabel. Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs tekur undir þetta. Hún segir leiðinlegt að grunnframfærslan hafi ekki verið hækkuð. „Við erum búin að tala mjög mikið um þessa grunnframfærslu og töluðum sérstaklega um það að það væri ekkert í lögunum sem krefði stjórnina um að leggja til að þetta verði endurskoðað. Við sjáum strax að það er ekki búið að endurskoða þetta,“ segir Sara Þöll Finnbogadóttir, lánasjóðsfulltrúi SHÍ, en ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt á Alþingi í vor. „Hvað varðar þetta frítekjumark, við viljum að það sé varanlegt en ekki einungis til bráðabirgða. Þessi veira verður kannski til staðar áfram en þessar reglur eru bara til eins árs, kannski mun þetta gilda áfram en okkur finnst frekar leiðinlegt að einstaklingur sem hefur kannski hætt í námi á miðri önn út af veirunni en er búinn að vera í námi síðustu sex mánuði og þénaði þá meira en frítekjumarkið að hann fái ekki þessa heimild því hann var í námi,“ segir Sara. „Okkur þætti best að það væri ekki þessi hindrun að þurfa að hafa verið ekki í námi síðastliðna sex mánuði.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39 Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. 9. júní 2020 14:39
Grundvallarbreytingar á námslánakerfi ná fram að ganga Frumvarp Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra um Menntasjóð var afgreitt úr nefnd á Alþingi í dag. Það felur í sér grundvallar breytingar eins og að 30 prósent námslána geti breyst í styrk miðað við ákveðna námsframvindu. Þá verða ábyrgðir ábyrgðarmanna á lánum að fullu felldar niður. 19. maí 2020 12:23