Sara skoraði í þriðja leiknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 15:00 Sara Björk hefur skorað í öllum þremur leikjunum sem hún hefur spilað með Lyon. vísir/vilhelm Það er engum ofsögum sagt að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi farið vel af stað með Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið þrjá leiki með Lyon á undirbúningstímabilinu og skorað í þeim öllum. Sara skoraði eitt mark í stórsigri Lyon á Gornik Leczna, 9-0, í Póllandi í dag og lagði upp annað. Í fyrradag skoraði hún eitt mark í 4-1 sigri á Czarni Sosnowiec og á laugardaginn gerði hún eitt marka franska liðsins í 5-0 sigri á Medyk Konin. Sara kom inn á sem varamaður fyrir Saki Kumagi í hálfleik í leiknum í dag. Á 58. mínútu lagði hún upp mark fyrir ensku landsliðskonuna Lucy Bronze sem kom Lyon í 7-0. Melvine Malard kom Lyon í 8-0 á 63. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Sara níunda markið. Nikita Parris skoraði þrennu fyrir Lyon í leiknum í dag, Eugénie Le Sommer skoraði tvö mörk og Sara, Malard, Bronze og Amandine Henry sitt markið hver. Nos joueuses s'imposent 9 buts à 0 face au Gornik Leczna pour conclure brillamment le stage en Pologne ! @lilkeets (x3), @ELS_9_FRANCE (x2), @amandinehenry6, @LucyBronze, @MelvineMalard et @sarabjork18. #OLGOR pic.twitter.com/aIbhLmtbCP— OL Féminin (@OLfeminin) July 24, 2020 Lyon á enn eftir að klára tímabilið 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti keppnisleikur liðsins eftir nokkurra mánaða hlé verður sunnudaginn 2. ágúst. Lyon sækir þá Guingamp heim í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn fer svo fram 9. ágúst. Þann 22. ágúst mætir Lyon svo Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg í Meistaradeildinni á þessu tímabili má Sara spila með Lyon í átta liða úrslitum keppninnar og á seinni stigum hennar ef liðið kemst áfram. Franski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Það er engum ofsögum sagt að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi farið vel af stað með Frakklands- og Evrópumeisturum Lyon. Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið þrjá leiki með Lyon á undirbúningstímabilinu og skorað í þeim öllum. Sara skoraði eitt mark í stórsigri Lyon á Gornik Leczna, 9-0, í Póllandi í dag og lagði upp annað. Í fyrradag skoraði hún eitt mark í 4-1 sigri á Czarni Sosnowiec og á laugardaginn gerði hún eitt marka franska liðsins í 5-0 sigri á Medyk Konin. Sara kom inn á sem varamaður fyrir Saki Kumagi í hálfleik í leiknum í dag. Á 58. mínútu lagði hún upp mark fyrir ensku landsliðskonuna Lucy Bronze sem kom Lyon í 7-0. Melvine Malard kom Lyon í 8-0 á 63. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Sara níunda markið. Nikita Parris skoraði þrennu fyrir Lyon í leiknum í dag, Eugénie Le Sommer skoraði tvö mörk og Sara, Malard, Bronze og Amandine Henry sitt markið hver. Nos joueuses s'imposent 9 buts à 0 face au Gornik Leczna pour conclure brillamment le stage en Pologne ! @lilkeets (x3), @ELS_9_FRANCE (x2), @amandinehenry6, @LucyBronze, @MelvineMalard et @sarabjork18. #OLGOR pic.twitter.com/aIbhLmtbCP— OL Féminin (@OLfeminin) July 24, 2020 Lyon á enn eftir að klára tímabilið 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsti keppnisleikur liðsins eftir nokkurra mánaða hlé verður sunnudaginn 2. ágúst. Lyon sækir þá Guingamp heim í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar. Úrslitaleikurinn fer svo fram 9. ágúst. Þann 22. ágúst mætir Lyon svo Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að hafa leikið með Wolfsburg í Meistaradeildinni á þessu tímabili má Sara spila með Lyon í átta liða úrslitum keppninnar og á seinni stigum hennar ef liðið kemst áfram.
Franski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira