Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 22:48 Ingibjörg Sólrún var stödd í Varsjá þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara. Vísir/Andri Marinó Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30
Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29