Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 08:06 Svetlana Tikhanovskaya (f.m.), Veronika Tsepkalo (t.v.) og Maria Kolesnikova (t.h.) á blaðamannafundi þann 17. júlí s.l. Konurnar hafa vakið mikla athygli og er framboð þeirra talið marka tímamót í hvítrússneskum stjórnmálum. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“ Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“
Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent