Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 15:37 Fréttamenn CBS News ræða við Christinu Ruffini í beinni útsendingu í dag. Skjáskot/CBSN Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“ Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“
Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08