Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 17:29 Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Icelandair Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Icelandair Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira