Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 14:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Friðrik Þór Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04