Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 14:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Friðrik Þór Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04