Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 16:12 Ekki mega fleiri en hundrað manns koma saman á einum stað eftir að hertar reglur taka gildi á morgun. Það takmarkar við hversu mörgum gestum tjaldsvæði landsins geta tekið. Myndin er frá tjaldsvæðinu á Ísafirði og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. Hámarksfjöldi sem má koma saman á einum stað verður hundrað manns í stað fimm hundruð áður frá og með hádegi á morgun samkvæmt hertum sóttvarnaaðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá verður gert skylt að virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Ákvörðunin um að herða reglurnar kemur aðeins degi fyrir verslunarmannahelgina, eina stærstu ferðahelgi ársins. Nokkrum hátíðum hefur þegar verið aflýst vegna þess, þar á meðal „Einni með öllu“ á Akureyri og Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra sem reka tvö tjaldsvæði í og við Akureyri, segir að svæðin verði áfram opin um helgina en tekið verði við færra fólki. Á Hömrum eru fimm sóttvarnahólf og því hægt að taka við fimm hundruð gestum þar en hundrað á tjaldsvæðinu á Akureyri. Við venjulegar aðstæður gætu Hamrar tekið við um 2.000 gestum. „Það er fullt af fólki á ferðinni og einhvers staðar verður það að vera. Við tökum ekki fleiri, við lokum bara þegar það er orðið fullt hjá okkur. Það er ekki flóknara en það,“ segir Tryggvi sem ráðleggur fólki að leggja ekki upp í ferðalag. Einhver hundruð manns eru á tjaldsvæðinu nú. Sóttvarnahólfin, sem máttu áður taka 500 manns hvert, eru misvinsæl og því segir Tryggvi mögulegt að flytja þurfi fólk á milli hólfa þegar nýju reglurnar taka gildi á morgun. Eins býst hann við því að svonefnt Ævintýraland, leiksvæði fyrir börn á Hömrum, verði lokað. Akureyri er vanalega vinsæll áfangastaður um verslunarmannahelgi. Kórónuveirufaraldurinn stöðvar hefðbundin hátíðarhöld þar.Vísir/Vilhelm Telja inn og brýna fyrir fólki að tala við þjónustumiðstöðina Á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum býr Margrét Ólöf Sveinsdóttir sig undir að þurfa vísa fólki frá ef svo ber undir á morgun. Hún segist hafa heyrt að fólki sem ætlar að binda enda á ferðalag sitt í ljósi fréttanna í dag. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði kannski stærsta helgi sumarsins en svo verður ekki. Við þurfum sennilega að vísa fólki frá,“ segir hún við Vísi. Nokkuð margir séu þegar á tjaldsvæðinu sem eru skipt upp í tvö sóttvarnasvæði. Mest verður því hægt að taka við tvö hundruð gestum um helgina. Margrét segir að talið verði inn á tjaldsvæðið og þá sé ítrekað fyrir fólki að tilkynna sig við þjónustumiðstöð áður en farið er inn á svæðið til að kanna hvort að hægt sé að taka við fleiri gestum. Hún segir að skilti hafi verið sett upp um það en ekki séu allir sem virði þau tilmæli. Tjaldsvæðið muni láta vita á heimasíðu og Facebook-síðu sinni ef það fyllist. „Þetta er mjög leiðinlegt en skiljanlegt. Við virðum þetta að sjálfsögðu, það þarf að gera eitthvað til að sporna við þessu,“ segir Margrét sem hefði þó viljað fá meiri fyrirvara um að reglurnar yrðu hertar. Vorkennir stærri ferðaþjónustusfyrirtækjunum Baldvin Nielsen sem rekur tjaldsvæðið á Laugarvatni segist ekki ætla að ráðast í breytingar á svæðinu til að geta tekið við fleiri en hundrað manns. Hann hafi búist við um tvö hundruð manns um helgina en nú sé ljóst að gestirnir verði helmingi færri. Það þýði aðeins minni tekjur fyrir tjaldsvæðið. Hann segir erfitt að bera sumarið í ár saman við í fyrra þar sem júnímánuður í fyrra var mikill rigningarmánuður. „Ætli við séum ekki að ná fimmtíu prósent af því sem var í fyrra. Það telst nú gott í þessu ástandi, skilst mér,“ segir Baldvin. Það eru fyrst og fremst stærri ferðaþjónustufyrirtækin sem Baldvin telur að súpi seyðið af kórónuveirufaraldrinum og aðgerðum til að stöðva hann frekar en þau minni. „Ég finn til þeim að þurfa að harka þetta af sér í vetur þó að þau hafi fengið einhverja Íslendinga til sín á afsláttarverði. Ég öfunda þá ekki rekstrarlega séð,“ segir Baldvin. Ferðamennska á Íslandi Akureyri Fljótsdalshérað Bláskógabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tjaldsvæði Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Ferðaþjónustuaðilar úti á landi óttast að þurfa að vísa fólki frá Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það vonbrigði að gripið hafi verið til nýrra aðgerða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 14:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann. Hámarksfjöldi sem má koma saman á einum stað verður hundrað manns í stað fimm hundruð áður frá og með hádegi á morgun samkvæmt hertum sóttvarnaaðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá verður gert skylt að virða tveggja metra fjarlægðarreglu. Ákvörðunin um að herða reglurnar kemur aðeins degi fyrir verslunarmannahelgina, eina stærstu ferðahelgi ársins. Nokkrum hátíðum hefur þegar verið aflýst vegna þess, þar á meðal „Einni með öllu“ á Akureyri og Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra sem reka tvö tjaldsvæði í og við Akureyri, segir að svæðin verði áfram opin um helgina en tekið verði við færra fólki. Á Hömrum eru fimm sóttvarnahólf og því hægt að taka við fimm hundruð gestum þar en hundrað á tjaldsvæðinu á Akureyri. Við venjulegar aðstæður gætu Hamrar tekið við um 2.000 gestum. „Það er fullt af fólki á ferðinni og einhvers staðar verður það að vera. Við tökum ekki fleiri, við lokum bara þegar það er orðið fullt hjá okkur. Það er ekki flóknara en það,“ segir Tryggvi sem ráðleggur fólki að leggja ekki upp í ferðalag. Einhver hundruð manns eru á tjaldsvæðinu nú. Sóttvarnahólfin, sem máttu áður taka 500 manns hvert, eru misvinsæl og því segir Tryggvi mögulegt að flytja þurfi fólk á milli hólfa þegar nýju reglurnar taka gildi á morgun. Eins býst hann við því að svonefnt Ævintýraland, leiksvæði fyrir börn á Hömrum, verði lokað. Akureyri er vanalega vinsæll áfangastaður um verslunarmannahelgi. Kórónuveirufaraldurinn stöðvar hefðbundin hátíðarhöld þar.Vísir/Vilhelm Telja inn og brýna fyrir fólki að tala við þjónustumiðstöðina Á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum býr Margrét Ólöf Sveinsdóttir sig undir að þurfa vísa fólki frá ef svo ber undir á morgun. Hún segist hafa heyrt að fólki sem ætlar að binda enda á ferðalag sitt í ljósi fréttanna í dag. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði kannski stærsta helgi sumarsins en svo verður ekki. Við þurfum sennilega að vísa fólki frá,“ segir hún við Vísi. Nokkuð margir séu þegar á tjaldsvæðinu sem eru skipt upp í tvö sóttvarnasvæði. Mest verður því hægt að taka við tvö hundruð gestum um helgina. Margrét segir að talið verði inn á tjaldsvæðið og þá sé ítrekað fyrir fólki að tilkynna sig við þjónustumiðstöð áður en farið er inn á svæðið til að kanna hvort að hægt sé að taka við fleiri gestum. Hún segir að skilti hafi verið sett upp um það en ekki séu allir sem virði þau tilmæli. Tjaldsvæðið muni láta vita á heimasíðu og Facebook-síðu sinni ef það fyllist. „Þetta er mjög leiðinlegt en skiljanlegt. Við virðum þetta að sjálfsögðu, það þarf að gera eitthvað til að sporna við þessu,“ segir Margrét sem hefði þó viljað fá meiri fyrirvara um að reglurnar yrðu hertar. Vorkennir stærri ferðaþjónustusfyrirtækjunum Baldvin Nielsen sem rekur tjaldsvæðið á Laugarvatni segist ekki ætla að ráðast í breytingar á svæðinu til að geta tekið við fleiri en hundrað manns. Hann hafi búist við um tvö hundruð manns um helgina en nú sé ljóst að gestirnir verði helmingi færri. Það þýði aðeins minni tekjur fyrir tjaldsvæðið. Hann segir erfitt að bera sumarið í ár saman við í fyrra þar sem júnímánuður í fyrra var mikill rigningarmánuður. „Ætli við séum ekki að ná fimmtíu prósent af því sem var í fyrra. Það telst nú gott í þessu ástandi, skilst mér,“ segir Baldvin. Það eru fyrst og fremst stærri ferðaþjónustufyrirtækin sem Baldvin telur að súpi seyðið af kórónuveirufaraldrinum og aðgerðum til að stöðva hann frekar en þau minni. „Ég finn til þeim að þurfa að harka þetta af sér í vetur þó að þau hafi fengið einhverja Íslendinga til sín á afsláttarverði. Ég öfunda þá ekki rekstrarlega séð,“ segir Baldvin.
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Fljótsdalshérað Bláskógabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tjaldsvæði Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Ferðaþjónustuaðilar úti á landi óttast að þurfa að vísa fólki frá Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það vonbrigði að gripið hafi verið til nýrra aðgerða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 14:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22
Ferðaþjónustuaðilar úti á landi óttast að þurfa að vísa fólki frá Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það vonbrigði að gripið hafi verið til nýrra aðgerða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 30. júlí 2020 14:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent