Fólk hamstraði andlitsgrímur í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 20:30 Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Nokkuð er um að fólk hamstri grímurnar og hafa einhverjar verslanir takmarkað kaup fólks á þeim. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að aðgerðin taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana eftir hádegi á morgun. Á tólfta tímanum í dag hafði heildsalan Kemí selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk. Mikil örtröð var í verslanir Lyfju í dag og hafði síminn vart stoppað. „Salan hefur stóraukist og það eru margir birgjar sem við höfum á bakvið okkur, en eins og er þá er staðan góð hjá okkur. Nóg til af grímum og meira sem kemur á morgun,“ sagði Ingibjörg Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Nokkuð er um að fólk hamstri grímur og til að tryggja að sem flestir geti keypt þær takmarkaði Lyfja Lágmúla kaup einstaklinga við tíu grímur í einu. „Þetta er þessi hefðbundna gríma sem fæst í apótekum og matvöruverslunum. Hún er einföld notkunar og verður maður að passa að halda í böndin svo að sýklar fari ekki í grímuna sjálfa. Ég set hana upp svona og svo verður maður að passa að hafa hverja og eina grímu einungis í svona klukkutíma í senn því eftir þann tíma getur byrjað að myndast raki í grímunni.“ Nokkrar tegundir eru til af grímum á markaði og er helsti munurinn fólginn í því hversu þykk gríman er en þykkar grímur verja eðli málsins samkvæmt betur en þær þunnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira